Arsenal að fá einn færasta yfirnjósnara heims

Mynd: NordicPhotos/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Sven Mislintat, yfirnjósnara Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Mislintat hefur verið einn færasti njósnari heims síðustu ár en hann fann Ousmane Dembele, Robert Lewandowski, Christian Pulisic og Pierre-Emerick Aubameyang.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lagt mikla áherslu á að fá Mislintat í teymið en verið er að ganga frá samningum núna samkvæmt þýska miðlinum Bild.

Wenger telur það vera afar jákvætt að fá hann inn, í ljósi þess að Mesut Özil og Alexis Sanchez eru á leið frá félaginu næsta sumar en þeir verða samningslausir þá. Mislintat á að finna leikmenn í stað þeirra.

Deila