Anthony 24. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi – Fer fram úr Iverson

Mynd: NordicPhotos/Getty

Carmelo Anthony, skotframherji Oklahoma Thunder í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, er nú 24. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Anthony var tólf stigum frá því að taka fram úr goðsögninni Allen Iverson fyrir leik Oklahoma gegn Denver Nuggets í gær en Anthony setti niður 28 stig og er því 24. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Anthony lék árum áður með Nuggets áður en hann fór í New York Knicks. Hann skipti svo yfir í Oklahoma fyrir þetta tímabil.

Hann er nú 121 stigi frá því að komast fram úr Ray Allen sem er í 23. sætinu en það má fastlega búast við því að hann nái því í næstu leikjum Oklahoma.

Deila