6. desember er Andrea Pirlo dagurinn í New York

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar í Bandaríkjunum, heiðraði Andrea Pirlo, fyrrum leikmanni AC Milan, Juventus, New York City og ítalska landsliðsins, í gær með því að nefna 6. desember, Andrea Pirlo-daginn í New York.

Pirlo lagði skóna á hilluna á dögunum eftir farsælan feril en hann endaði ferilinn með bandaríska liðinu New York City.

De Blasio, sem á ættir sínar að rekja til Benevento á Ítalíu, hefur verið borgarstjóri New York frá árinu 2014. Hann hefur greinilega verið ánægður með störf Pirlo hjá New York City og ákvað að útnefna 6. desember sem Andrea Pirlo-daginn í borginni.

,,Ég er afar þakklátur fyrir þetta og geta verið partur af þessum frábæra degi. New York er ekki bara frábær borg sem ég ákvað að leggja skóna á hilluna heldur er þetta borg þar sem fólkið leggur hart að sér á hverjum degi til þess að ná markmiðum sínum,“ sagði Pirlo.

,,Ég gæti ekki verið stoltari að geta verið hvatning fyrir unga fólkið í New York og sýna þeim að allir eiga skilið að lifa drauminn. Takk Hr. De Blasio fyrir þetta magnaða tækifæri,“ sagði hann í lokin.

Deila